8.1.03

Sælt verið fólkið!
Jáá..... þá er skólinn byrjaður og svona eitthvað..... amm. Í gær fórum við félagar ekki í neina tíma :) svo við fórum bara uppí Efstabæ með græjur og læti og komum okkur upp þessu líka fína útvarps stúdíói!! Tíðnin en ennþá FM 97.3 en ætlunin er að breyta henni þar sem þetta er á sömu tíðni og Rás 1 á Húsavíkurfjalli..... en allavegana, þá ómum við í loftinu og munum við hefja okkar fyrsta formlega útvarpsátt á stöðinni Útvarp Laugar í kvöld kl. 20.00 og ætlum við aðallega að reyna að skemmta okkur sjálfum og helst líka hlustendum!! Allavegana.... þá munum við gefa bíómiða á næstu bíómynd sem mun vera Harry Potter and the Chamber of Secrets! "Dobby has come to warn you, sir!!" Ég er búinn að sjá myndina og finnst bara fín, betri en fyrri myndin huxa ég! Það verður amk til mikils að vinna (svakalega) og því biðjum við fólk hvaðan sem er af landinu að stilla viðtækin á 97.3 þó að þetta náist ekki einu sinni uppí götu!! ;) jááá. Þá fer þetta að verða fínt hér bara.... danke suuee!!