Heimska komandi kynslóðar og lifi landsbyggðin!!
Já!! Ég var búinn að segjast ætla að rita pistil um heimsku komandi kynslóðar og hér kemur hann! Það kannski þarf ekki að flokka þetta undir heimsku heldur frekar hvernig þróunin virðist vera. Það var nú bara þannig að ég var að horfa á barnamessu Viltu vinna milljón? um daginn þar sem ungir krakkar fengu að spreyta sig og leggja peninga til góðs málefnis. Ekkert nema gott um það að segja. Núú... það er greinilegt að sumir eru gáfaðaðri en aðrir og ef það væri ekki svoleiðis þá væri ekkert gaman að lifa! enginn væri gáfaður, enginn væri heimskur, enginn sérstakur eða öðruvísi!! En já, í mörgum bekkjum á landinu er einhver sérstakur aðili talinn vera "proffinn" eða "heilinn" í bekknum og það þarf nú bara að vera einn þannig, þó það sé ekki nema til þess að svara þessum heimsku spurningum sem kennanum dettur í hug að spyrja! Þá er það ekkert nema bara gott.... Nú já, þegar liðið var eitthvað á þáttinn þarna og einhverjir búnir að spreyta sig og tala við Þorstein Joð kom einhver stúlka þarna í stólinn til hans og var hún úr Reykjavíkinni, eða þarna suðurlandinu. Já, hún sagði að margir segðu að hún væri "proffinn" í bekknum og svo bara voru það orðnir allir sem sögðu það og meirað segja kennarinn líka stundum! Svo að ég bjóst við að þarna væri upprennandi heimsspekingur eins og þeir proffar sem ég þekki eru.... nú já, hún náði nú að svara mörgum spurningunum en þegar 50.000 kr. spurningin var "Hvað gera kettir þegar þeir eignast kettlinga?" birtist - átti hún ekki svarið bak við eyrað og þurfti að leita til æðri máttarvalda. Hún vissi ekki að kettir gjóti kettlingunum sínum en ekki bara kasti þeim eða berji (beri). Þetta hlýtur að stafa af staðsetningu þar sem landbúnaður er síður stundaður í borgum en sveitum og oft eru kettir bannaðir í þéttbýli.... þar af leiðandi er það ekkert sjálfsagt mál að þessi börn viti hvað kettirnir gera! ...eða er það? nú... hún spurði salinn held ég og voru um 70% sem vissu það að gjóta væri málið. Nú já, áfram hélt hún að dæla inn réttum lokasvörum til Þorsteins og var það gott bara. En jú, svo kom spurning sem hún réði ekki við. Spurt var spurningu sem ég hélt nú að hvaða hálfviti sem er myndi vita, ef ekki vita þá getað reyknað út!! Spurt var hvaða stafir væru á takkanum 5 á GSM símum sem vitanlega eru j-k-l. Allir eiga nú GSM síma nú til dax og er ótrúlegt hvað sumir eigendur þessara tækja eru ungir! börn verða núbyrjuð að labba þegar þau fá gemsa eftir nokkur ár ef þessi þróun heldur áfram!! Jæja, hún þurfti allavegana stúlkan að fá að hringja í vinkonu sína til að afla frekari vitneskju, þar sem hún GAT ekki reiknað þetta úr.... sagðist þó oft hafa skrifað sms en bara myndi þetta ekki í augnablikinu... held nú bara að hún hafi logið því og sagt þetta svo að hún gerði sig ekki að alþjóðlegu nördi fyrir framan þjóðina! eða svona... en jæja, kannski man fólk þetta ekki, hvað er þetta! gefa fólkinu sénz! en já, jújú, stúlkan sem hún hringdi í vissi að sjálfsögðu hvað þetta væri án frekari erfiðleika og gat þá leikurinn haldið áfram. Nú, hún komst eitthvað áleiðis en svo kom spurning sem var henni algjörlega ofviða... Og það var nú það allra versta fannst mér... stelpan var í níunda bekk og spurt var hvaða vikudagur væri nefndur á eftir Óðni á dönsku.... jahh... byrjað er að kenna dönsku í skólum landsins í 7.bekk og ef menn hafa ekki lært að þekkja dagana eftir tveggja ára kennslu er held ég eitthvað að.... Það að ønsdag væri Óðinsdagur og líka miðvikudagur og svo Tyrsdag og Torsdag þetta dæmi væru svo Týr og Þór var eflaust það næsta á eftir ikke sem ég lærði í dönsku - þessu blessaða tungumáli sem virðist ekki vera uppáhaldsfag margra.... jæja, það var sama þótt hún tæki tvö röng svört burt, hún hafði bara ekki hugmynd um þetta!! Ja, kannski þekkir hún að ønsdag sé miðvikudagur, en hefur bara aldrei verið kennt að tengingin væri við Óðinn.... það er hugsamlegt. En hví ekki að útskýra málið betur fyrir nemendum sínum og segja að ønsdag sé óðinsdagur en ekki bara óskadagur eða hvað sem fólki dettur í hug.... þökk sé kennara mínum lærði ég það strax og eftir það hefur svosem ekki talist til mikilla vandræða að muna þessa daga. Jáá, hún ákvað að hætta og fékk held ég um 200.000 kr. sem var gáfulegra en að giska og fá þá kannski ekki nema einn fjórða af 200.000, eða 50.000. En já, hún fékk svo að taka í höndina á Þorsteini Joð og ganga í sætið sitt og nýr fórleikur hófst....
já, svona var þetta nú! Mér fannst þetta svona... jæja, hvað á maður að segja, efað þetta er krakki sem telst vera proffi í bekknum.... hvernig eru hinir þá??? ;) nei nei, kannski stressast maður upp og man ekkert þegar í stólinn er komið, maður man allt þegar heima í stofu er setið jújú. en jæja, spurning um að muna eða ekki muna heldur bara vita er kannski málið bara... já. hvort að þetta sé eitthvað sem tengist höfuðborginni á einhvern hátt, það veit ég ekki. Allavegana, þá veit ég um dæmi um að fullorðið fólk þvertaki fyrir að sá möguleiki sé til að gaman sé að búa "úti á landi" eins og þessir háttsettu, menningarlegu höfuðborgarbúar kalla það, amk sumir. Umrædd persóna sagði þetta já og hafði hann gengið í gengnum háskóla og var að kenna fullorðnu fólki það að engin von væri í landsbyggðinni og að best væri bara að eyða henni!! Þetta sagði maðurinn, er mér skilst, og er þá kannski verið að tala um að misnota sér stöðu sína og koma á ranghugmyndum um landsbyggðina. Hver af þessu fólki skyldi þá eiga eftir að láta sér detta í hug að flytja og búa úti á landi?? eflaust fáir! Og hann var svosem ekkert að segja þeim neinar nýungar, fólk hefur bara ákveðið að vonlaust sé að búa annarsstaðar en fyrir sunnan og er það því miður! Það er svosem ekkert skrýtið ef þetta er oft svona að fólksfækkun sé á landsbyggðinni og allir flytja suður! En hvað er þar svona spennandi? Þegar fólkið er komið þangað, í alla þessa menningu, bíó, veitingarstaði og hvaðeina sem hægt er uppá að bjóða, þá eru alls ekki allir sem nýta sér þessa þjónustu....
Hvað er betra en rólegt, öruggt og ómengað umhverfi þar sem maður getur farið og mygið þar sem manni hentar ef illa stendur á?? Samkvæmt áræðanlegum rannsóknum Assos bræðra, þá er aðeins eitt sem vantar á menningarpleisið Laugar í Rekyjadal – og það er rúllustigi!! ;) annarz er þetta allt saman hérna! :) Ef rúllustigi væri staðsettur hér, þá væri þetta sannkölluð menningarborg Evrópu 2004!!
Já, núna hef ég verið við lyklaborðið í góðar 30 mínútur og á þeim mínútum hafa framleiðst um 1200 orð!! Þetta er að nálgast tveggja blaðsíðna ritgerð og er ég bara hreykinn af henni, fengi eflaust 10 fyrir hana á alþjóðlegum mælikvarða ;)
Þá vill ég enda þetta bara með því að segja X-Landsbyggðin - X-Þingeyjarsveit!!
Takk fyrir lesturinn