26.12.02

Gleðileg jól!
Já, gott fólk, gleðileg jól og farsælt komandi ár! Hafiði það öll sem best um hátíðirnar...!

Þetta var jólakveðja. Þá að staðreyndum: Já, ekki hef ég nennt að skrifa í þetta dót hér í langan tíma, 11. desember síðast! uss... það er ekki eins og maður hafi ekki nóg að gera! og svo bara hef ég ekki nennt að vera að fara á netið í þessu blessaða jólafríi og verður það að flokkast undir árangur. nú já, það hefur svosem margt á daginn dregið eða eitthvað en þó ekki að það þýði að ég ætli að fara að upplýsa þv öllu hér í fjölmiðlum!! en jú, helsta er það að prófin gengi fínt og ég náði þeim öllum svo að það er fínt. Svo fengum við útvarspsendinn fræga fína eftir síðasta prófið úr viðgerð (góð tímasetning!) og var þá hafin fyrsta útsending útvarps Lauga og var útvarpað á tíðninni FM 97.3. En það verður önnur tíðni eftir áramót, væntanlega FM 98.7! mjög gott. Við hófum útsendingu kl. 13 og stóð hún til að verða 18! Það var mikið ruglað og spilað af múzík og fólk tekið í beina útsendingu og við gerðum símaöt ofl! Eftir áramót munum við gera all hrikalega útvarpsstöð með reglulegri dagskrá og verða þar ótal frábærir dagskrárliðir :) mjög gott - maður hlakkar bara til að byrja aftur í skólanum! en jú, þetta verður snilld en því miður ekki svo að allir landsmenn geti hlustað því að þetta næst ekki einu sinni uppí götu en studio herbergi okkar er staðsett í Efstabæ í Þróttó! hægt er að hlusta á okkur á upprunalegu Laugasvæðinu (sem er austan megin við ánna) og reyndar aðeins lengra - næst í Hóla. En við eigum eftir að skoða hvort við getum fengið þetta til að senda lengra.... já, þetta verður magnað! svo bara hefur jólafríið verið fínt fram að þessu og jólin mjög góð eins og venjulega án frekari skýringa. Hef lítið baukað í tölvu, aðallega fiktað í rafmagni, rafeindum og þess háttar, eilítið í server-side heimasíðugerð og eitthvað svoleiðis. Allavegana er fínt að vera í jólafríi og já! Á morgun mun Lord of the Rings - The Two Towers verða frumsýnd fyrir almenning og hlakka ég mjög svo mikið til að sjá hana! ekki held ég að ég fari á morgun - en það verður fljótlega!! Þetta er bara svo mikil snilld, allt sem tengist Hringadróttinssögu! Er núna að bauka við að spila Hringadróttinsspilið :) það er nú svosem frekar flókið og virðist muna taka frekar langan tíma þar sem maður stoppar lengi í Moría og fer í gegnum dæmið þar og svo í öllum stöðunum þarna í sögunni og endar svo í Mordor - komist maður þá þangað! Þetta er allt saman tær snilld!!

Jájá, ég nenni nú ekki að hafa þetta lengra, ákvað bara að láta í mér heyra þar sem að þeir félagar mínir Bergur og Depill hafa greinilega ekki haft neitt betra með tímann að gera en að segja fjölmiðlum frí lífi sínu ;)

en áður en ég kveð vill ég minna á að Plebbabókin eftir Jón Gnarr er bara tær snilld í gegn og er alveg brilliant!! Byrjaði strax að hlæja þegar ég sá kápuna!! Öll erum við plebbar en kannski bara mismikið! Plebbi þýðir samkv. Íslenskri orðamók Máls og menningar ómenningarlegur maður eða lákúrulegur maður! Þetta er bara snilld og efa ég ekki að við munum vitna í þessa bók í þáttum okkar á Útvarp Laugar!

Jájá, þá er þetta bara fínt og bara bið ykkur um að fara gætilega með kertin og athuga reykskynjarana vel!! Var að því áðan og missti heyrina öðrum megin þegar reykskynjarinn vældi í eyrað á mér eftir að ég fyllti hann af raforku sem geymd er í níu volta batteríi en ég kýs að kalla benzín!! ;) þakka fyrir lesturinn, kv. Ingólfur